Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 12:32 Hashem Abedi var fluttur í dómshúsið en neitaði að fara inn í sal. EPA/WILL OLIVER Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hjálpa bróður sínum, Salman Abedi, við árásina en 22 dóu í árásinni og hundruð særðust. Hashem, sem er 23 ára gamall, var dæmdur sekur í mars og þá meðal annars fyrir 22 morð, samkvæmt frétt Sky News. Hann hjálpaði bróður sínum að verða sér út um sprengiefni og að undirbúa árásina, sem var framkvæmd í stuðningi við Íslamska ríkið. Mánuði fyrir árásina fór Hashem til Líbíu. Hann var þó handtekinn í kjölfar árásarinnar og framseldur til Bretlands síðasta sumar. BREAKING: Hashem Abedi, the brother of Manchester Arena bomber Salman Abedi, has been sentenced to at least 55 years in prison for his part in the atrocity.Read more here: https://t.co/ipKdWWWs1j pic.twitter.com/XIFoWbKPzJ— SkyNews (@SkyNews) August 20, 2020 Hashem neitaði að fara í dómsal í morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið fluttur í dómshúsið frá Belmarsh fangelsinu. Í dómsal í gær, fyrir refsiákvörðunina, mæltu fjölskyldumeðlimir fólks sem dó í árásinni. Þau sögðu frá sorg þeirra og skaðanum sem árásin olli. Aðrir sem lifðu árásina af en særðust sögðu einnig sögu sína. Einhverjir sögðust hafa þjáðst af samviskubiti yfir því að hafa lifað af á meðan aðrir gerðu það ekki og aðrir sögðust alla tíð síðan hafa verið lafandi hræddir við fólk með bakpoka um borð í lestum og strætisvögnum. Bretland Hryðjuverk í Manchester England Tengdar fréttir Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hjálpa bróður sínum, Salman Abedi, við árásina en 22 dóu í árásinni og hundruð særðust. Hashem, sem er 23 ára gamall, var dæmdur sekur í mars og þá meðal annars fyrir 22 morð, samkvæmt frétt Sky News. Hann hjálpaði bróður sínum að verða sér út um sprengiefni og að undirbúa árásina, sem var framkvæmd í stuðningi við Íslamska ríkið. Mánuði fyrir árásina fór Hashem til Líbíu. Hann var þó handtekinn í kjölfar árásarinnar og framseldur til Bretlands síðasta sumar. BREAKING: Hashem Abedi, the brother of Manchester Arena bomber Salman Abedi, has been sentenced to at least 55 years in prison for his part in the atrocity.Read more here: https://t.co/ipKdWWWs1j pic.twitter.com/XIFoWbKPzJ— SkyNews (@SkyNews) August 20, 2020 Hashem neitaði að fara í dómsal í morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið fluttur í dómshúsið frá Belmarsh fangelsinu. Í dómsal í gær, fyrir refsiákvörðunina, mæltu fjölskyldumeðlimir fólks sem dó í árásinni. Þau sögðu frá sorg þeirra og skaðanum sem árásin olli. Aðrir sem lifðu árásina af en særðust sögðu einnig sögu sína. Einhverjir sögðust hafa þjáðst af samviskubiti yfir því að hafa lifað af á meðan aðrir gerðu það ekki og aðrir sögðust alla tíð síðan hafa verið lafandi hræddir við fólk með bakpoka um borð í lestum og strætisvögnum.
Bretland Hryðjuverk í Manchester England Tengdar fréttir Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50