Kórónuveiran er að hafa áhrif á íþróttir eins og allt daglegt líf en í gær frestuðu Ítalir öllum íþróttaviðburðum þangað til 3. apríl.
Falk greinir frá því að síðari leikur Chelsea og Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku fari væntanlega fram fyrir luktum dyrum.
Bayern vann fyrri leikinn 3-0 og er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram 18. mars, það er að segja miðvikudaginn eftir rúma viku.
Sömu sögu má segja af leik Eintracht Frankfurt og Basel sem mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið.
The match @FCBayern against @ChelseaFC is expected to be without fans #coronavirus
— Christian Falk (@cfbayern) March 9, 2020