Arnór með sitt fyrsta mark síðan í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 13:08 Arnór Sigurðsson er kominn með þrjú deildarmörk á tímabilinu. Getty/Epsilon Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum í rússnesku deildinni í dag þegar hann skoraði fyrir CSKA Moskvu í 3-2 tapi á móti Rostov á útivelli Þetta var barátta á milli liða sem voru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og tapið því sárt fyrir CSKA liðið sem mátti þola mikið mótlæti í þessum leik. CSKA Moskva spilaði með níu menn síðustu 40 mínútur leiksins og var manni færri frá tuttugustu mínútu. Það var því sannarlega á brattann að sækja í leiknum. CSKA klikkaði líka á vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA og spiluðu allar 90 mínúturnar í leiknum. Arnór var fremstur en Hörður Björgvin í þriggja manna vörn. Arnór fékk gult spjald í uppbótartíma og var þá sjöundi leikmaður liðsins til að fá spjald, gult eða rautt, í þessum leik. Arnór kom CSKA Moskvu í 1-0 á 25. mínútu eða fjórum mínútur eftir að liðið missti Ilzat Akhmetov af velli með rautt spjald. Akhmetov gaf líka víti en Rostov menn klikkuðu á því. Rostov jafnaði aftur á móti metin á 31. mínútu og komst síðan yfir í 2-1 úr annarri vítaspyrnu á 53. mínútu. Vadim Karpov fékk rautt spjald þegar hann gaf hana og á augabragði þá var CSKA bæði tveimur mönnum færra og marki undir. Rostov bætti síðan við marki á 63. mínútu og var þar með komið í 3-1. CSKA Moskva gafst ekki upp og náði að minnka muninn tveimur mönnum færri en markið var sjálfsmark leikmanns Rostov á 77. mínútu. CSKA Moskva fékk kjörið tækifæri til að jafna metin en Fedor Chalov klúðraði þá vítaspyrnu á 86. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon reyndi að setja frákastið í markið en skaut yfir. Þetta var fyrsta mark Arnórs í rússnesku deildinni síðan 29. september þegar hann skoraði 3-0 sigri á Ural. Arnór hefur alls skorað 3 mörk í 15 leikjum á tímabilinu en skoraði 5 mörk í 21 leik á tímabilinu í fyrra. Rússneski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum í rússnesku deildinni í dag þegar hann skoraði fyrir CSKA Moskvu í 3-2 tapi á móti Rostov á útivelli Þetta var barátta á milli liða sem voru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og tapið því sárt fyrir CSKA liðið sem mátti þola mikið mótlæti í þessum leik. CSKA Moskva spilaði með níu menn síðustu 40 mínútur leiksins og var manni færri frá tuttugustu mínútu. Það var því sannarlega á brattann að sækja í leiknum. CSKA klikkaði líka á vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA og spiluðu allar 90 mínúturnar í leiknum. Arnór var fremstur en Hörður Björgvin í þriggja manna vörn. Arnór fékk gult spjald í uppbótartíma og var þá sjöundi leikmaður liðsins til að fá spjald, gult eða rautt, í þessum leik. Arnór kom CSKA Moskvu í 1-0 á 25. mínútu eða fjórum mínútur eftir að liðið missti Ilzat Akhmetov af velli með rautt spjald. Akhmetov gaf líka víti en Rostov menn klikkuðu á því. Rostov jafnaði aftur á móti metin á 31. mínútu og komst síðan yfir í 2-1 úr annarri vítaspyrnu á 53. mínútu. Vadim Karpov fékk rautt spjald þegar hann gaf hana og á augabragði þá var CSKA bæði tveimur mönnum færra og marki undir. Rostov bætti síðan við marki á 63. mínútu og var þar með komið í 3-1. CSKA Moskva gafst ekki upp og náði að minnka muninn tveimur mönnum færri en markið var sjálfsmark leikmanns Rostov á 77. mínútu. CSKA Moskva fékk kjörið tækifæri til að jafna metin en Fedor Chalov klúðraði þá vítaspyrnu á 86. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon reyndi að setja frákastið í markið en skaut yfir. Þetta var fyrsta mark Arnórs í rússnesku deildinni síðan 29. september þegar hann skoraði 3-0 sigri á Ural. Arnór hefur alls skorað 3 mörk í 15 leikjum á tímabilinu en skoraði 5 mörk í 21 leik á tímabilinu í fyrra.
Rússneski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira