Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 19:45 Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira