Flugfreyjur verða í hlífðarfötum í flugi frá Veróna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. mars 2020 19:26 Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira