Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 15:49 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ítrekaði mikilvægi hreinlætis og handþvottar í pontu Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira