„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:00 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir veiruna hafa komið upp á versta tíma, þegar Kínverjar fögnuðu nýja árinu og lögðust í ferðalög. Vísir/Vilhelm Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira