Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 21:05 Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins. 1000 manna árshátíð fyrirtækisins hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Íslandspóstur Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29
Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent