Senda bréf á næstu dögum til þeirra sem gætu átt von á sekt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Edda Símonardóttir er sviðsstjóri hjá Skattinum. Vísir/Egill Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins. Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins.
Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði