Innlent

Landsþingi Viðreisnar frestað vegna kórónuveirunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Landsþingið átti að fara fram á Grand Hóteli. Þorgerður K. Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Landsþingið átti að fara fram á Grand Hóteli. Þorgerður K. Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Vísir/Egill

Stjórn Viðreisnar hefur tekið ákvörðun um að landsþingi flokksins, sem fyrirhugað var dagana 14. og 15. mars verði frestað vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur vegna kórónuveirunnar hér á landi. Þingið átti að fara fram á Grand Hotel Reykjavík.

Sex tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi og eiga öll hin smituðu það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið allt hefur nú verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði vegna smithættu.

Í tilkynningu Viðreisnar segir að stefnt verði á að landsþingið fari fram næsta haust. Á næstunni mun þó fara fram vefþing sem Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Þorsteinn Víglundsson varaformaður munu leiða. Á vefþingi mun verður þeirri vinnu sem unnin hefur verið til undirbúnings landsþingsins haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×