Innlent

Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins enn á frumstigi og að málsatvik liggi ekki ljós fyrir.
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins enn á frumstigi og að málsatvik liggi ekki ljós fyrir. Vísir/Vilhelm

Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. Maðurinn, sem er um sextugt, liggur á gjörgæslu. Árið 2007 var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið á Húsavík.

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var hann einnig dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að stinga mann í brjóstkassann á Akureyri.

Árásin átti sér stað á föstudagskvöld.

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins enn á frumstigi og að málsatvik liggi ekki ljós fyrir. Þrennt var handtekið aðfaranótt laugardags, en nú hefur tveimur þeirra, manni og konu, verið sleppt úr haldi þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni.

Sjá einnig: Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu

Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum, en er þó ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn mun hafa brotið sér leið inn í hús fórnarlambsins. Sá er sagður vera á fimmtugsaldri. Hann er sömuleiðis á gjörgæslu eftir að lögregluþjónar komu að honum rænulitlum í fangageymslu.


Tengdar fréttir

Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri

Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×