Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 20:45 Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira