Bað fólk að sýna samstöðu vegna röskunar á skólastarfi Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2020 17:08 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels