Gengur ágætlega að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 18:54 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis heim. SIGURJÓN ÓLASON Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12
Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30