Ragnar Þór: Röskun á skólastarfi fer eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2020 16:14 Ragnar Þór Pétursson var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira