Ragnar Þór: Röskun á skólastarfi fer eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2020 16:14 Ragnar Þór Pétursson var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira