Ómögulegt að segja hvort skólum verði lokað Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01