Loks tapaði Klopp tveggja leikja einvígi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 07:00 Klopp fór mikinn á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46