Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:37 Lesandi Vísis sendi þessa mynd, þegar hann mætti steypubílnum og lögregluhópnum. Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira