„Mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst“ Hrund Þórsdóttir skrifar 10. mars 2020 14:50 Sem betur fer slapp Róbert vel í þetta sinn en mamma hans segist ekki vilja hugsa um hvað hefði getað gerst. Hinn níu ára gamli Róbert Örn Jónsson slapp með skrekkinn í gær, þegar hann festist í snjóhúsi nærri heimili sínu í Grafarholti. „Þetta er snjóhús sem krakkarnir í hverfinu höfðu búið til síðustu daga úr stórum skafli, snjóruðningi. Róbert var að leika sér í húsinu þegar hann datt með hnéð á undan sér og hné og hæll skorðuðust þannig að hann sat pikkfastur í botni snjóhússins,“ segir Birna Pálsdóttir, móðir Róberts. „Hann sat bara fastur þarna innan í kúlunni á þannig stað að það sást ekkert til hans utan frá.“ Birna segir Róbert líklega hafa verið fastan í um hálfa klukkustund. „Hann kallaði á hjálp og sem betur fer komu tvær konur þarna að. Þær náðu ekki að losa hann svo önnur þeirra hringdi í 112 og hin var svo yndisleg að bíða með honum þar til slökkviliðið kom á staðinn.“ Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fór í útkallið. Hann segir börnin hafa búið til snjóhús með göngum innan í, sem hafi verið svipuð að þvermáli og búkur Róberts. „Hann fór niður um eitt gatið með annan fótinn undir sig svo þegar hann var kominn niður í göngin festist hann og komst hvorki upp né niður. Snjórinn í skaflinum hafði harðnað svo honum gekk ekkert að losa sig,“ segir Þórir. „Við náðum að losa hann með því að moka frá honum og hann var orðinn dálítið kaldur. Hann settist í sjúkrabílinn í smástund og hlýjaði sér og svo kom mamma hans og sótti hann. Hann var dálítið stirður í fætinum en kom alheill út úr þessu.“Umrætt snjóhús um það leyti sem slökkvlið var á vettvangi. Það var svo eyðilagt síðar í gær.Kolbrún Dögg Arnardóttir„Hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar“ Birna er þakklát fyrir að ekki fór verr. „Hann var í dálitlu sjokki í gær og ég líka. Hann hafði auðvitað kallað á hjálp og grátið mikið og hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar. Það er allt í lagi með hann, sem betur fer, en mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst hefði hann verið fastur þarna lengi,“ segir Birna. „Það hafa margir haft samband við okkur og ég er mjög þakklát fyrir hvað við eigum yndislega nágranna. Þeir fóru líka strax út og brutu niður snjóhúsið eftir þetta.“ Þórir telur ekki hafa verið mikla hættu á ferðum í þetta sinn. „Auðvitað væri samt ekki gott að vera fastur úti í langan tíma. Sem betur fer gerðist þetta á fjölförnu svæði. Það er lítil hætta á að snjóhús falli saman þegar þau eru búin að blotna og harðna en því fylgir auðvitað hætta þegar svona leiksvæði eru við umferðargötur. Umferðin getur verið hættuleg í þessu samhengi, ekki síst ef snjómoksturstæki eru ennþá við vinnu,“ segir hann. Þórir segir nágrannakonu Róberts hafa beðið með honum þar til hjálpin barst. „Það er mikilvægt því við lendum alveg í að fólk hringir og tilkynnir eitthvað, en heldur svo bara áfram ferð sinni. Við lendum oft í því. Það finnst mér vont því það hjálpar okkur svo mikið að fá nánari upplýsingar um slys, til dæmis upp á hvaða bjargir þarf að senda á staðinn. Þarna getur skilið á milli lífs og dauða. Allar upplýsingar sem við fáum frá slysstað eru hjálplegar.“ Börn og uppeldi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Hinn níu ára gamli Róbert Örn Jónsson slapp með skrekkinn í gær, þegar hann festist í snjóhúsi nærri heimili sínu í Grafarholti. „Þetta er snjóhús sem krakkarnir í hverfinu höfðu búið til síðustu daga úr stórum skafli, snjóruðningi. Róbert var að leika sér í húsinu þegar hann datt með hnéð á undan sér og hné og hæll skorðuðust þannig að hann sat pikkfastur í botni snjóhússins,“ segir Birna Pálsdóttir, móðir Róberts. „Hann sat bara fastur þarna innan í kúlunni á þannig stað að það sást ekkert til hans utan frá.“ Birna segir Róbert líklega hafa verið fastan í um hálfa klukkustund. „Hann kallaði á hjálp og sem betur fer komu tvær konur þarna að. Þær náðu ekki að losa hann svo önnur þeirra hringdi í 112 og hin var svo yndisleg að bíða með honum þar til slökkviliðið kom á staðinn.“ Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fór í útkallið. Hann segir börnin hafa búið til snjóhús með göngum innan í, sem hafi verið svipuð að þvermáli og búkur Róberts. „Hann fór niður um eitt gatið með annan fótinn undir sig svo þegar hann var kominn niður í göngin festist hann og komst hvorki upp né niður. Snjórinn í skaflinum hafði harðnað svo honum gekk ekkert að losa sig,“ segir Þórir. „Við náðum að losa hann með því að moka frá honum og hann var orðinn dálítið kaldur. Hann settist í sjúkrabílinn í smástund og hlýjaði sér og svo kom mamma hans og sótti hann. Hann var dálítið stirður í fætinum en kom alheill út úr þessu.“Umrætt snjóhús um það leyti sem slökkvlið var á vettvangi. Það var svo eyðilagt síðar í gær.Kolbrún Dögg Arnardóttir„Hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar“ Birna er þakklát fyrir að ekki fór verr. „Hann var í dálitlu sjokki í gær og ég líka. Hann hafði auðvitað kallað á hjálp og grátið mikið og hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar. Það er allt í lagi með hann, sem betur fer, en mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst hefði hann verið fastur þarna lengi,“ segir Birna. „Það hafa margir haft samband við okkur og ég er mjög þakklát fyrir hvað við eigum yndislega nágranna. Þeir fóru líka strax út og brutu niður snjóhúsið eftir þetta.“ Þórir telur ekki hafa verið mikla hættu á ferðum í þetta sinn. „Auðvitað væri samt ekki gott að vera fastur úti í langan tíma. Sem betur fer gerðist þetta á fjölförnu svæði. Það er lítil hætta á að snjóhús falli saman þegar þau eru búin að blotna og harðna en því fylgir auðvitað hætta þegar svona leiksvæði eru við umferðargötur. Umferðin getur verið hættuleg í þessu samhengi, ekki síst ef snjómoksturstæki eru ennþá við vinnu,“ segir hann. Þórir segir nágrannakonu Róberts hafa beðið með honum þar til hjálpin barst. „Það er mikilvægt því við lendum alveg í að fólk hringir og tilkynnir eitthvað, en heldur svo bara áfram ferð sinni. Við lendum oft í því. Það finnst mér vont því það hjálpar okkur svo mikið að fá nánari upplýsingar um slys, til dæmis upp á hvaða bjargir þarf að senda á staðinn. Þarna getur skilið á milli lífs og dauða. Allar upplýsingar sem við fáum frá slysstað eru hjálplegar.“
Börn og uppeldi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira