Hringurinn komin aftur á fingurinn eftir sautján ára fjarveru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2020 19:15 Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær. Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær.
Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira