Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 14:41 Katrín Jakobsdóttir mun þurfa í tvöfalda skimun og smitgát eftir kvöldverð með ríkisstjórninni á Hótel Rangá. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17
Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27