Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 22:39 Tedros Adhanom Ghebreyesus er framkvæmdastjóri WHO. Vísir/EPA Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00
Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48
Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24