Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar: Leifturhraði Mbappé, há varnarlína Bayern og allt hitt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 08:00 RB Leipzig v Paris Saint-Germain F.C - UEFA Champions League Semi Final LISBON, PORTUGAL - AUGUST 18: Kylian Mbappe of Paris Saint-Germain celebrates victory after the UEFA Champions League Semi Final match between RB Leipzig and Paris Saint-Germain F.C at Estadio do Sport Lisboa e Benfica on August 18, 2020 in Lisbon, Portugal. (Photo by Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images) Klukkan 18:15 í dag hefst upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Til að toppa þetta skrýtna tímabil þá hefur Meistaradeildin verið spiluð líkt og stórmót landsliða eru venjulega. Leikurinn milli franska olíuveldisins Paris Saint-Germain og Þýskalandsmeistara Bayern München hefst svo klukkan 19:00. Reikna má með frábærum leik en vart þarf að kynna leikmenn liðanna fyrir lesendum. Michael Cox hjá vefmiðlinum The Athletic hitaði upp fyrir leikinn nýverið. Telur Cox að há varnarlína Bayern gæti verið ástæða þess að sigurinn lendi öðru hvoru megin. Kylian Mbappé, framherji PSG og franska landsliðsins, er töluvert fljótari en hinn hefðbundni maður og hlakkar í honum að spila gegn Bayern ef þeir halda sig við háu varnarlínu sína. Frá því Meistaradeildin fór af stað í Lissabon í Portúgal – þar sem allir leikir síðan í 8-liða úrslitum hafa farið fram – þá hefur einstaklega há og aggressíf varnarlína Bayern vakið athygli. Hún hefur gengið upp – að mestu – þökk sé hinum síunga Manuel Neuer, markverði liðsins. Sá umturnaði markvarðarstöðunni á sínum tíma og spilar oftar en ekki meira sem sweeper heldur en markvörður. Neuer er hins vegar orðinn 34 ára gamall og hefur ekki þurft að glíma við framherja með sama hraða og Kylian Mbappé áður. Hér má sjá skjáskot af hárri varnarlínu Bayern gegn Barcelona.The Athletic/Michael Cox Bayern spilar með mjög lítið bil á milli fremsta og aftasta varnarmanns eins og sjá má á myndinni. Eitthvað sem Börsungar náðu alls ekki að nýta sér í 8-2 tapinu gegn Bæjurum en eflaust má reikna með að Mbappé geri meiri usla heldur en Luis Suarez. Þýskalandsmeistararnir lenti í smá vandræðum með Lyon í upphafi leiks er liðin mættust í undanúrslitum og á öðrum degi hefði Memphis Depay eða Karl Toko Ekambi mögulega refsað. Hvort PSG verði jafn góðhjarta og landar þeirra í Lyon á eftir að koma í ljós. Bayern hafa spilað svona ofarlega á vellinum síðan Hansli Flick tók við af Niko Kovač þann 3. nóvember síðastliðinn. Hefur þetta kostað liðið í einstaka leikjum en mest megnis gengið upp. Stóra spurningin er hvort Flick fórni þessari taktík einfaldlega vegna þess gífurlega hraða sem PSG-liðið býr yfir, þá aðallega títtnefndur Mbappé. Hins vegar gæti Flick viljað halda sig við það leikplan sem hefur virkað fyrir Bayern og því verið hræddur að breyta uppleggi þeirra. Cox tekur töluvert fleiri dæmi í grein sinni fyrir áhugasama. Will Bayern keep using their incredibly aggressive defensive line against Mbappe? https://t.co/Kp43m1C5HF— Michael Cox (@Zonal_Marking) August 21, 2020 PSG þarf þó einnig að hafa áhyggjur af sóknarleik andstæðinganna en Bayern skoraði jú átta mörk gegn Lionel Messi og félögum. Þeir skoruðu síðan þrjú gegn Lyon eftir brösuga byrjun. Þeirra helsta ógn er pólski framherjinn Robert Lewandowski sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera fara lyfta Gullknettinum [Ballon d‘Or verðlaununum]. En sökum kórónufaraldursins var hætt við að gefa verðlaunin í ár. Lewandowski er alltaf líklegur til að skora enda búinn að skora hvorki meira né minna en 15 mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Þá skoraði hann 34 mörk í þýsku úrvalsdeildinni, ái aðeins 31 leik. Varnarlína PSG þarf að hafa góðar gætur á þessum tveimur í kvöld.Michael Sohn/Pool via Getty Images Serge Gnabry virðist svo hafa fundið gömlu skóna hans Arjen Robben en Gnabry hefur verið stórkostlegur í þessu hlutverki hægri vængmanns sem fær að sækja inn á völlinn og lúðra knettinum á markið. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 og er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Klukkan 18:15 í dag hefst upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Til að toppa þetta skrýtna tímabil þá hefur Meistaradeildin verið spiluð líkt og stórmót landsliða eru venjulega. Leikurinn milli franska olíuveldisins Paris Saint-Germain og Þýskalandsmeistara Bayern München hefst svo klukkan 19:00. Reikna má með frábærum leik en vart þarf að kynna leikmenn liðanna fyrir lesendum. Michael Cox hjá vefmiðlinum The Athletic hitaði upp fyrir leikinn nýverið. Telur Cox að há varnarlína Bayern gæti verið ástæða þess að sigurinn lendi öðru hvoru megin. Kylian Mbappé, framherji PSG og franska landsliðsins, er töluvert fljótari en hinn hefðbundni maður og hlakkar í honum að spila gegn Bayern ef þeir halda sig við háu varnarlínu sína. Frá því Meistaradeildin fór af stað í Lissabon í Portúgal – þar sem allir leikir síðan í 8-liða úrslitum hafa farið fram – þá hefur einstaklega há og aggressíf varnarlína Bayern vakið athygli. Hún hefur gengið upp – að mestu – þökk sé hinum síunga Manuel Neuer, markverði liðsins. Sá umturnaði markvarðarstöðunni á sínum tíma og spilar oftar en ekki meira sem sweeper heldur en markvörður. Neuer er hins vegar orðinn 34 ára gamall og hefur ekki þurft að glíma við framherja með sama hraða og Kylian Mbappé áður. Hér má sjá skjáskot af hárri varnarlínu Bayern gegn Barcelona.The Athletic/Michael Cox Bayern spilar með mjög lítið bil á milli fremsta og aftasta varnarmanns eins og sjá má á myndinni. Eitthvað sem Börsungar náðu alls ekki að nýta sér í 8-2 tapinu gegn Bæjurum en eflaust má reikna með að Mbappé geri meiri usla heldur en Luis Suarez. Þýskalandsmeistararnir lenti í smá vandræðum með Lyon í upphafi leiks er liðin mættust í undanúrslitum og á öðrum degi hefði Memphis Depay eða Karl Toko Ekambi mögulega refsað. Hvort PSG verði jafn góðhjarta og landar þeirra í Lyon á eftir að koma í ljós. Bayern hafa spilað svona ofarlega á vellinum síðan Hansli Flick tók við af Niko Kovač þann 3. nóvember síðastliðinn. Hefur þetta kostað liðið í einstaka leikjum en mest megnis gengið upp. Stóra spurningin er hvort Flick fórni þessari taktík einfaldlega vegna þess gífurlega hraða sem PSG-liðið býr yfir, þá aðallega títtnefndur Mbappé. Hins vegar gæti Flick viljað halda sig við það leikplan sem hefur virkað fyrir Bayern og því verið hræddur að breyta uppleggi þeirra. Cox tekur töluvert fleiri dæmi í grein sinni fyrir áhugasama. Will Bayern keep using their incredibly aggressive defensive line against Mbappe? https://t.co/Kp43m1C5HF— Michael Cox (@Zonal_Marking) August 21, 2020 PSG þarf þó einnig að hafa áhyggjur af sóknarleik andstæðinganna en Bayern skoraði jú átta mörk gegn Lionel Messi og félögum. Þeir skoruðu síðan þrjú gegn Lyon eftir brösuga byrjun. Þeirra helsta ógn er pólski framherjinn Robert Lewandowski sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera fara lyfta Gullknettinum [Ballon d‘Or verðlaununum]. En sökum kórónufaraldursins var hætt við að gefa verðlaunin í ár. Lewandowski er alltaf líklegur til að skora enda búinn að skora hvorki meira né minna en 15 mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Þá skoraði hann 34 mörk í þýsku úrvalsdeildinni, ái aðeins 31 leik. Varnarlína PSG þarf að hafa góðar gætur á þessum tveimur í kvöld.Michael Sohn/Pool via Getty Images Serge Gnabry virðist svo hafa fundið gömlu skóna hans Arjen Robben en Gnabry hefur verið stórkostlegur í þessu hlutverki hægri vængmanns sem fær að sækja inn á völlinn og lúðra knettinum á markið. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 og er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira