Fótbolti

Svekkjandi tap hjá Arnóri og Herði

Ísak Hallmundarson skrifar
Hörður Björgvin, Arnór og félagar töpuðu á svekkjandi hátt í dag.
Hörður Björgvin, Arnór og félagar töpuðu á svekkjandi hátt í dag. getty/Epsilon

CSKA Moskva tapaði fyrir Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-1 fyrir Rubin Kazan.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA. Rubin komst yfir með marki frá Soltmurad Bakaev á 37. mínútu leiksins en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Nikola Vlasic fyrir CSKA. 

Staðan í hálfleik 1-1 en í uppbótartíma tryggði Denis Makarov Rubin Kazan sigur og var þetta fyrsti sigur liðsins á tímabilinu í fjórum tilraunum. Arnór Sigurðsson spilaði 70 mínútur í leiknum og Hörður Björgvin lék allan leikinn.

CSKA er með sex stig eftir fjóra leiki í deildinni og situr í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×