Mikill munur á reynslu félaganna þegar kemur að úrslitum Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 14:15 Manuel Neuer, markvörður Bayern, þekkir það að vinna Meistaradeild Evrópu. Corbis/Getty Images Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira