Bayern Munchen er eitt besta, ef ekki það albesta, fótboltalið heims í dag. Liðið vann Meistaradeild Evrópu í kvöld með 1-0 sigri á Paris Saint-Germain í úrslitaleiknum.
Það sem er magnað við þennan titil Bæjara er að þeir eru fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína í keppninni. Liðið vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni, þar af 7-2 stórsigur á Tottenham í Lundúnum.
Síðan mætti liðið Chelsea í 16-liða úrslitum, vann fyrri leikinn 3-0 og þann síðari 4-1. Eftir það hélt liðið til Portúgal og niðurlægði Barcelona 8-2 í 8-liða úrslitum og vann Lyon sannfærandi 3-0 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum sjálfum sigraði Bayern PSG 1-0 og fullkomnaði þannig frábært tímabil.
100% - FC Bayern München are the first side in European Cup/Champions League history to win 100% of their games in a single campaign en route to lifting the trophy (11 wins). Flawless. #PSGFCB #UCLfinal pic.twitter.com/taT6pn23Ik
— OptaJoe (@OptaJoe) August 23, 2020
Sögulegur árangur sem seint verður toppaður, en þess má einnig geta að liðið skoraði 43 mörk í ellefu leikjum í keppninni.