Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 11:00 FDA hefur veitt heimild til notkunar meðferðarinnar á allra veikustu Covid-sjúklingum. Myndin er úr safni. Joe Raedle/Getty Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent