Hornfirðingar ætla að spýta í vegna ástandsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2020 12:15 Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira