Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 21:24 Þórður Magnússon telur að á sér hafi verið brotið. „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira