Forsetinn formlega tilnefndur af Repúblikanaflokknum Andri Eysteinsson skrifar 24. ágúst 2020 22:05 Trump steig á svið í Charlotte í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira