Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 13:30 Magnús Gottfreðsson segist ekki líta svo á að maðurinn hafi sýkst aftur af kórónuveirunni þó að hana hafi verið að finna í nefkoki. Vísir/Sigurjón Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira