Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 13:30 Magnús Gottfreðsson segist ekki líta svo á að maðurinn hafi sýkst aftur af kórónuveirunni þó að hana hafi verið að finna í nefkoki. Vísir/Sigurjón Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira