Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Árni Sæberg skrifar 4. desember 2025 15:19 „Ég er með orðið,“ sagði Diljá Mist við forsætisráðherra. Vísir Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ „Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu við upphaf þingfundar í morgun, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn stigu í ræðustól og færðu þá Guðmundi Inga batakveðjur en héldu áfram að gagnrýna embættisfærslur hans í máli skólameistarans. Vissu ekki af innlögninni við upphaf þingfundar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ósmekklegheit“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var næst í ræðustól og ljóst er að ræða Kristrúnar féll ekki í kramið hjá henni. „Mig langar til að taka undir batakveðjur til hæstvirts barna- og menntamálaráðherra. Slík ósmekklegheit af hæstvirtum forsætisráðherra að dylgja okkur um það að vera hér að ræða heilsufar hæstvirts ráðherra. Ósmekklegheit,“ sagði hún og virtist valda nokkurri óánægju þingmanna, miðað við hróp og köll sem heyrðust úr þingsalnum. Þá má sjá og heyra Kristrúnu beina orðum sínum að Þórunni og spyrja hana hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta“, með tilheyrandi handahreyfingu. Myndskeiðið hér að neðan sýnir ræðu Kristrúnar og svo Diljár: Því næst stóð Kristrún upp og gekk úr mynd, á meðan Diljá sneri sér að henni og sagði „Ég er með orðið.“ Hvatti forseta til að koma því til leiðar að ráðherrarnir svari fyrir málið Diljá Mist nýtti afganginn af ræðutíma sínum til þess að minna á mikilvægi eftirlitshlutverks Alþingis. „Ráðherrarnir sitja hér í okkar skjóli. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra er sömuleiðis borinn þungum sökum af virðingarmanni í íslensku menntakerfi og fjarvera þess ráðherra, sem ég dreg ekki í efa að hafi lögmæt forföll, er tilfinnanleg. Ef einhvern tímann var tilefni til að fyrir Umboðsmann Alþingis til að stíga inn í þá er það núna, þótt hæstvirtum forsætisráðherra finnist þetta ekki alvarlegt mál. Mig langar til að hvetja forseta til að hlutast til um að viðkomandi ráðherrar verði hér til svara um leið og færi gefst.“ Treystir forseta til að stýra fundi Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, fann sig knúinn til þess að gera athugasemd við spurningu Kristrúnar, áður en hann beindi til hennar fyrirspurn í óundirbúna fyrirspurnatímanum, sem Guðmundur Ingi komst ekki í. „Þegar háttvirtur þingmaður Diljá Mist Einarsdóttir var í pontu áðan þá skildi ég það nú þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hefði hreinlega verið að gefa forseta skipanir um hvernig hér skyldi haga þingfundi. Frú forseti, ég vil lýsa því yfir að ég hef fullt traust á forseta og treysti því að hann sé forseti alls þingsins.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
„Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu við upphaf þingfundar í morgun, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn stigu í ræðustól og færðu þá Guðmundi Inga batakveðjur en héldu áfram að gagnrýna embættisfærslur hans í máli skólameistarans. Vissu ekki af innlögninni við upphaf þingfundar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ósmekklegheit“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var næst í ræðustól og ljóst er að ræða Kristrúnar féll ekki í kramið hjá henni. „Mig langar til að taka undir batakveðjur til hæstvirts barna- og menntamálaráðherra. Slík ósmekklegheit af hæstvirtum forsætisráðherra að dylgja okkur um það að vera hér að ræða heilsufar hæstvirts ráðherra. Ósmekklegheit,“ sagði hún og virtist valda nokkurri óánægju þingmanna, miðað við hróp og köll sem heyrðust úr þingsalnum. Þá má sjá og heyra Kristrúnu beina orðum sínum að Þórunni og spyrja hana hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta“, með tilheyrandi handahreyfingu. Myndskeiðið hér að neðan sýnir ræðu Kristrúnar og svo Diljár: Því næst stóð Kristrún upp og gekk úr mynd, á meðan Diljá sneri sér að henni og sagði „Ég er með orðið.“ Hvatti forseta til að koma því til leiðar að ráðherrarnir svari fyrir málið Diljá Mist nýtti afganginn af ræðutíma sínum til þess að minna á mikilvægi eftirlitshlutverks Alþingis. „Ráðherrarnir sitja hér í okkar skjóli. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra er sömuleiðis borinn þungum sökum af virðingarmanni í íslensku menntakerfi og fjarvera þess ráðherra, sem ég dreg ekki í efa að hafi lögmæt forföll, er tilfinnanleg. Ef einhvern tímann var tilefni til að fyrir Umboðsmann Alþingis til að stíga inn í þá er það núna, þótt hæstvirtum forsætisráðherra finnist þetta ekki alvarlegt mál. Mig langar til að hvetja forseta til að hlutast til um að viðkomandi ráðherrar verði hér til svara um leið og færi gefst.“ Treystir forseta til að stýra fundi Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, fann sig knúinn til þess að gera athugasemd við spurningu Kristrúnar, áður en hann beindi til hennar fyrirspurn í óundirbúna fyrirspurnatímanum, sem Guðmundur Ingi komst ekki í. „Þegar háttvirtur þingmaður Diljá Mist Einarsdóttir var í pontu áðan þá skildi ég það nú þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hefði hreinlega verið að gefa forseta skipanir um hvernig hér skyldi haga þingfundi. Frú forseti, ég vil lýsa því yfir að ég hef fullt traust á forseta og treysti því að hann sé forseti alls þingsins.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira