Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:24 Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir mikilvægt að fá úr því skorið hvort útspil Icelandair í kjaradeilu við Flugfreyjufélag Íslands hafi verið lögmætt. Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“ Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“
Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21
Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent