Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Kvöldfréttir Stöðvar 2 eru í beinni útsendingu hér.

Ný og rýmri tveggja metra regla tekur gildi á föstudag auk þess sem listafólk má hefja æfingar með snertingum á ný.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við yfirmann smitrakningarteymis Almannavarna. Á síðasta mánuði hafa greinst 233 kórónuveirusmit hérlendis og eru þau öll af sama stofni veirunnar.

Einnig verður rætt við félagsmálaráðherra í beinni útsendingu um nýtt úrræði sem mun standa atvinnulausum til boða.

Landhelgisgæslan mun ekki hætta að fljúga með ráðamenn þó svo að dómsmálaráðherra telji það mistök að hafa þegið boð um flutninga með þyrlu gæslunnar. Forstjórinn segir Landhelgisgæsluna hafa fylgt verklagsreglum og verkefnið hafi ekki bitnað á viðbragðstíma. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Smitsjúkdómalæknir telur ekki þörf á miklum áhyggjum þó þrír einstaklingar erlendis hafi greinst með kórónuveiruna í annað sinn. Enginn þeirra hafi sýnt mikil einkenni og hugsanlega bendi þetta til að ónæmiskerfið hafi lært að yfirbuga þessa veiru.

Þá verður rætt við konu sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni og farið yfir nýjustu vendingar á landsfundi Repúblikana.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×