„Kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 12:45 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason hafa leikið lykilhlutverk í ótrúlegum árangri íslenska landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/GETTY Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti