Smekkfullur sjór af fiski: Er á sinni fimmtugustu humarvertíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 19:30 Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira