Smekkfullur sjór af fiski: Er á sinni fimmtugustu humarvertíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 19:30 Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira