Smekkfullur sjór af fiski: Er á sinni fimmtugustu humarvertíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 19:30 Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira