Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 22:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“ Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“
Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira