Hræddur um að sjá nöfn geðfatlaðra vina sinna í dánarfregnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. ágúst 2020 20:04 Garðar Sölvi Helgason segir einangrun á tímum kórónuveirunnar hafa reynst geðfötluðum erfið Vísir/Sigurjón Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira