Hræddur um að sjá nöfn geðfatlaðra vina sinna í dánarfregnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. ágúst 2020 20:04 Garðar Sölvi Helgason segir einangrun á tímum kórónuveirunnar hafa reynst geðfötluðum erfið Vísir/Sigurjón Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira