Möguleikar á milljarðastyrkjum til íslenskra fyrirtækja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 10:57 Evrópusambandið leitar nú sérstaklega eftir grænum lausnum, og býður háa styrki. Getty/Ashley Cooper Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“ Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira