Möguleikar á milljarðastyrkjum til íslenskra fyrirtækja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 10:57 Evrópusambandið leitar nú sérstaklega eftir grænum lausnum, og býður háa styrki. Getty/Ashley Cooper Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“ Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent