Sjá fyrir sér mikil tækifæri í að auka erlenda kvikmyndaframleiðslu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 14:13 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/Vilhelm Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira