Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 16:05 Sigrún Helga Lund gat ekki horft upp á hóp manna ganga í skrokk á liggjandi manni. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira