Bára um Söru: „Hún rís alltaf upp í mótlæti“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. ágúst 2020 23:00 Sara Björk fyrir leikinn í gær. vísir/getty Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. Sara Björk varð í gær annar Íslendingurinn til þess að næla sér í gullverðlaun í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópumeistari með Barcelona tímabilið 2008/2009. Helena Ólafsdóttir, Bára og Margrét Lára Viðarsdóttir greindu leikinn niður í þaula eftir leikinn í gær og þær glöddust eðlilega með Hafnfirðingnum. „Þetta er hennar saga. Hún rís alltaf upp í mótlæti og alls staðar sem hún hefur fengið séns þá grípur hún hann,“ sagði Bára. „Hún kemur sextán ára inn í A-landsliðið. Hún hefur alltaf fest sig í sessi mjög fljótlega,“ bætti Margrét Lára við og hélt áfram. „Ég held að hún hafi verið einn eða tvo leiki á varamannabekknum hjá íslenska landsliðinu áður en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu.“ Margrét Lára segir að þó að þetta sé frábært afrek sé Sara Björk einfaldlega þannig að hún muni finna sér ný og háleitari markmið eftir því sem dögunum líður. „Hún mun lifa vel og lengi með þessu. Maður veit þó hvernig hún virkar og hún vaknar eftir tvo til þrjá daga og fer að finna sér ný markmið. Hún er bara þannig. Finnur sér næstu áskorun og vill meira. Hún vill alltaf meira.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Söru Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. Sara Björk varð í gær annar Íslendingurinn til þess að næla sér í gullverðlaun í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópumeistari með Barcelona tímabilið 2008/2009. Helena Ólafsdóttir, Bára og Margrét Lára Viðarsdóttir greindu leikinn niður í þaula eftir leikinn í gær og þær glöddust eðlilega með Hafnfirðingnum. „Þetta er hennar saga. Hún rís alltaf upp í mótlæti og alls staðar sem hún hefur fengið séns þá grípur hún hann,“ sagði Bára. „Hún kemur sextán ára inn í A-landsliðið. Hún hefur alltaf fest sig í sessi mjög fljótlega,“ bætti Margrét Lára við og hélt áfram. „Ég held að hún hafi verið einn eða tvo leiki á varamannabekknum hjá íslenska landsliðinu áður en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu.“ Margrét Lára segir að þó að þetta sé frábært afrek sé Sara Björk einfaldlega þannig að hún muni finna sér ný og háleitari markmið eftir því sem dögunum líður. „Hún mun lifa vel og lengi með þessu. Maður veit þó hvernig hún virkar og hún vaknar eftir tvo til þrjá daga og fer að finna sér ný markmið. Hún er bara þannig. Finnur sér næstu áskorun og vill meira. Hún vill alltaf meira.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Söru
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira
Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00
Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30
Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00