Ávaxtaflugan að gera margan Reykvíkinginn gráhærðan Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2020 10:39 Þessi örsmáa fluga gengur undir ýmsum nöfnum. Ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Hún er sólgin gerjaða ávexti. Getty/Akchamczuk Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“ Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“
Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu