HMS fjallar um kosti og galla óverðtryggðra lána: „Við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 10:35 Í tilkynningu á vef HMS er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig afborganirnar sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum voru afborganirnar um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári voru afborganirnar um 108 þúsund á mánuði og í dag eru þær rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira