Stefán Óli til aðstoðar Pírötum Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2020 11:22 Stefán Óli Jónsson mun annast samskipti við fjölmiðla og aðstoða þingmenn flokksins í störfum sínum. Píratar Stefán Óli Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Pírata. Stefán Óli var valinn úr hópi rúmlega tvö hundruð umsækjenda og hóf störf í gær. Hann mun aðstoða þingflokkinn fram að Alþingiskosningum. Stefán hefur starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá árinu 2014. Starfaði hann þvert á miðla – í sjónvarpi, útvarpi og á vef – auk þess að hann kom að framleiðslu annars fréttatengds efnis. Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að að loknu stúdentsprófi úr Verzlunarskóla Íslands hafi Stefán lokið BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama skóla. „Hjá Pírötum mun Stefán meðal annars annast samskipti við fjölmiðla og aðstoða þingmenn flokksins í störfum sínum. Fyrir eru starfsmenn þingflokksins þeir Eiríkur Rafn Rafnsson og Baldur Karl Magnússon,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Stefáni að hann sé spenntur fyrir verkefnum vetrarins. „Ég kveð samstarfsfólk mitt á fréttastofunni með söknuði, enda fagfólk fram í fingurgóma sem hefur staðið vaktina með eftirtektarverðum hætti við mikið álag og kröpp kjör. Næsta árið mun ég starfa með jafn öflugum og framtakssömum hópi fólks, sem brennur fyrir samfélagsumbótum. Kosningaveturinn verður óreiðukenndur, líflegur og fullur af misgáfulegum kosningaloforðum - eða eins og áhrifavaldarnir orða það: Spennandi tímar fram undan,“ segir Stefán Óli. Vistaskipti Alþingi Píratar Fjölmiðlar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Stefán Óli Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Pírata. Stefán Óli var valinn úr hópi rúmlega tvö hundruð umsækjenda og hóf störf í gær. Hann mun aðstoða þingflokkinn fram að Alþingiskosningum. Stefán hefur starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá árinu 2014. Starfaði hann þvert á miðla – í sjónvarpi, útvarpi og á vef – auk þess að hann kom að framleiðslu annars fréttatengds efnis. Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að að loknu stúdentsprófi úr Verzlunarskóla Íslands hafi Stefán lokið BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama skóla. „Hjá Pírötum mun Stefán meðal annars annast samskipti við fjölmiðla og aðstoða þingmenn flokksins í störfum sínum. Fyrir eru starfsmenn þingflokksins þeir Eiríkur Rafn Rafnsson og Baldur Karl Magnússon,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Stefáni að hann sé spenntur fyrir verkefnum vetrarins. „Ég kveð samstarfsfólk mitt á fréttastofunni með söknuði, enda fagfólk fram í fingurgóma sem hefur staðið vaktina með eftirtektarverðum hætti við mikið álag og kröpp kjör. Næsta árið mun ég starfa með jafn öflugum og framtakssömum hópi fólks, sem brennur fyrir samfélagsumbótum. Kosningaveturinn verður óreiðukenndur, líflegur og fullur af misgáfulegum kosningaloforðum - eða eins og áhrifavaldarnir orða það: Spennandi tímar fram undan,“ segir Stefán Óli.
Vistaskipti Alþingi Píratar Fjölmiðlar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira