Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2020 20:00 Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi. Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi.
Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira