Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2020 20:00 Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi. Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi.
Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira