Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:45 Emil Hallfreðsson mun leika áfram með Padova á Ítalíu. Hann er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira