Garðaklaufhalinn orðinn landlægur: „Búið ykkur undir haustið!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:52 Garðahlaufhalinn gerir mönnum ekki mein en hann er auðþekktur frá öðrum skordýrum hér á landi að því er segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Getty/Andrea Innocenti Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Dýr Skordýr Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar.
Dýr Skordýr Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira