Verðmunur á makríl Svanur Guðmundsson skrifar 3. september 2020 15:00 Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar