Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 21:56 Billie Eilish var greinilega mjög hrifin af flutningi Laufeyjar. Skjáskot/Getty Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni. Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni.
Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41